Allt stefnir í að fasteignafélagið Reginn verði það stærsta sinnar tegundar en árið 2015 var félagið aðeins rúmlega helmingur af stærð Reita, stærsta fasteignafélags landsins. Í dag nema fjárfestingareignir félagsins 127,8 milljörðum króna en fjárfestingaeignir Reita 144,1 milljarði króna. Nokkuð erfitt er þó að henda reiður á arðsemi fjárfestingarverkefna félagsins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í verðmati Capacent frá 14. desember á félaginu en í því hækkar verðmatsgengið um 7,5%.
Reginn hefur staðið í miklum fjárfestingum síðustu ár og fram kemur í verðmatinu að framkvæmdatímabilið muni draga úr arðsemi rekstrar fyrirtækisins. Reginn hóf á árunum 2016 og 2017 framkvæmdir við Austurhöfn og á Hafnartorgi. Reginn tók yfir eignir fasteignafélaganna Ósvarar og CFV1 og réðst í endurskipulagningu á Smáralind. Reginn keypti FM hús í fyrra og á þessu ári keypti félagið fasteignafélögin HTO og RA sem eiga turninn á Höfðatorgi og viðbyggingar.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.