Kornið bakarí, sem lengi var eitt stærsta bakarí landsins, stöðvaði í gærmorgun alla framleiðslu sína. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að framleiðslustöðvunina megi rekja til alvarlegra rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu.
Í október síðastliðnum greindi ViðskiptaMogginn frá því að eigendur fyrirtækisins hygðust fækka útsölustöðum sínum um 3, m.a. í Lækjargötu þar sem fyrirtækið hefur verið til húsa um langt árabil. Á miðvikudag barst starfsfólki fyrirtækisins melding um að það ætti ekki að mæta til vinnu í gærmorgun.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.