WOW selur fjórar þotur til Air Canada

Vélarnar sem um ræðir eru Airbus A321-vélar sem WOW air …
Vélarnar sem um ræðir eru Airbus A321-vélar sem WOW air hefur verið með á kaupleigu frá 2014 og verða þær afhentar Air Canada í janúar 2019. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

WOW air ætlar að selja fjórar Airbus-flugvélar til kanadíska flugfélagsins Air Canada að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu og hefur undirritað samning þess efnis.

Mun sjóðstaða WOW air batna um 12 milljónir Bandaríkjadala með sölunni að því er fram kemur í tilkynningunni.

Stjórn WOW air hefur samþykkt viðskiptin, en sala er hluti af endurskipulagningu félagsins og „hefur legið fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi“.

Vélarnar sem um ræðir eru Airbus A321-vélar sem WOW air hefur verið með á kaupleigu frá 2014 og verða þær afhentar Air Canada í janúar 2019.

„Þetta er mjög jákvætt og mikilvægt skref í endurskipulagningu WOW air þar sem við bæði minnkum flotann og bætum lausafjárstöðu félagsins með sölu á þessum flugvélum,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK