Farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir því að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um 159 þúsund á fyrsta ársfjórðungi árið 2019. Það jafngildir um 1800 manna fækkun daglega.
Greint er frá þessu á vef Túrista og vitnað er í farþegaspá sem Isavia sendi rekstraraðilum á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi.
Greint var frá því í gær að WOW air selji fjórar þotum til kanadíska flugfélagsins Air Canada. Niðurskurður WOW, úr 20 Airbus flugvélum í 11, hefur talsverð áhrif á farþegafjöldann á Keflavíkurflugvelli.
Gangi spáin eftir mun farþegum fækka mest í mars. Þann mánuð er gert ráð fyrir 97 þúsund færri farþegum en í ár, eða 14% samdrætti. Helsta ástæða þess, fyrir utan fækkun þota hjá WOW air, er sú að páskar voru um mánaðamótin mars/apríl í ár en verða um miðjan apríl á næsta ári.