Ný tegund af leikjum

Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Teatime.
Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Teatime. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­steinn Bald­ur Friðriks­son, for­stjóri tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Teatime, vinn­ur þessa dag­ana hörðum hönd­um ásamt 20 starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins við að gefa út nýj­an tölvu­leik. Áætlaður út­gáfu­dag­ur er í fe­brú­ar á næsta ári en nú þegar hafa er­lend­ir fjár­fest­ing­ar­sjóðir fjár­fest fyr­ir um 9,1 millj­ón banda­ríkja­dala í fyr­ir­tæk­inu sem nem­ur rúm­um millj­arði króna. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Þor­steinn að fyr­ir­tækið sé þó ekki aðeins að stefna að út­gáfu eins nýs leik held­ur fleiri leikja sem all­ir byggja á nýrri og áður óþekktri hug­mynda­fræði í síma­leikja­geir­an­um. Í ljósi þess að um marga leiki verður að ræða býður það upp á mun meiri tekju­mögu­leika fyr­ir fyr­ir­tækið en fyrri leik­ur stofn­enda Teatime, QuizUp strandaði á viss­an hátt á því hversu erfitt það var að skapa tekj­ur í leikn­um sem náði til yfir 100 millj­ón not­enda.

20 brúðkaup

Teatime Games var stofnað í fyrra en hingað til hef­ur starf­semi þess farið nokkuð huldu höfðu ef frá er tal­in fjár­mögn­un fyr­ir­tæk­is­ins en aðal­fjár­fest­ir í Teatime Games er fjár­fest­inga­sjóður­inn Index Vent­ur­es. Í sam­tali við blaðamann seg­ir Þor­steinn að hug­mynd­in að leikn­um hafi sprottið upp út frá nokkuð óvæntri stefnu sem fyrri leik­ur Þor­steins, QuizUp, tók. Segja má að kjarni hug­mynda­fræði fyr­ir­tæk­is­ins séu mann­leg sam­skipti sem óhætt er að segja að hafi breyst tölu­vert með til­komu þeirra öfl­ugu snjallsíma sem nán­ast all­ir eiga nú til dags.

Í spurn­inga­leikn­um QuizUp spilaði fólk spurn­inga­leik sam­an í raun­tíma. Þar var boðið upp á mögu­leika til að spjalla. Til að gera langa sögu stutta seg­ir Þor­steinn að rúm­lega 20 brúðkaup hafi verið hald­in þar sem fólk kynnt­ist upp­haf­lega í gegn­um spurn­inga­leik­inn. Þor­steinn sjálf­ur var raun­ar viðstadd­ur eitt þeirra í gegn­um Skype.

„Það má segja að þetta hafi verið kveikj­an að ákveðinni hug­mynd sem við feng­um, sem er Teatime,“ seg­ir Þor­steinn.

Þor­steinn lagði höfuðið í bleyti ásamt meðstofn­end­um sín­um, Ými Erni Finn­boga­syni, Jó­hanni Þor­valdi Bergþórs­syni og Gunn­ar Hólm­steini Guðmunds­syni næst­síðasta sum­ar. „Fólk hef­ur spilað alls kon­ar spil, ekki tölvu­leiki, alls kon­ar spil sam­an, í mörg þúsund ár. Við fór­um að pæla í því hvar mestu verðmæt­in eru fólg­in í því að spila við fólk ein­hver spil. Við komust að þeirri niður­stöðu, að þegar fólk safn­ast sam­an, hvort sem það er borðspil, eða ól­sen ól­sen, þá eru aðal­verðmæt­in ekki endi­lega í spil­inu sjálfu, held­ur í sam­skipt­um sem þú átt við fólkið sem þú ert að spila við,“ seg­ir Þor­steinn.

„En í símatölvuleikjum er fólk einhvern veginn alltaf svo eitt …
„En í síma­tölvu­leikj­um er fólk ein­hvern veg­inn alltaf svo eitt og þú ert eig­in­lega aldrei að spila með ein­hverj­um öðrum," seg­ir Þor­steinn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Aðspurður seg­ir Þor­steinn að það dragi að vissu leyti úr mik­il­vægi leiks­ins sjálfs. „Á viss­an hátt ger­ir það það. Við höf­um pælt í því að þegar þú ert að spila t.d. bara ól­sen ól­sen með börn­un­um þínum. Það er mjög gam­an en ól­sen ól­sen er ekki góður leik­ur. Það myndi eng­inn leikja­hönnuður segja: Þetta er mjög sniðugt! En það er samt gam­an þegar þú nærð ól­sen ól­sen og sérð viðbrögð annarra og vinn­ur þá,“ seg­ir Þor­steinn.

Þor­steinn seg­ir að um nýja teg­und síma­leikja sé að ræða og að mik­il tæki­færi séu fyr­ir hendi. Hann seg­ir síma­tölvu­leiki velta meira en all­ur kvik­myndaiðnaður­inn í Hollywood ger­ir og orðinn lang­stærst­ur í tölvu­leikja­heim­in­um. „Miklu stærri en Playstati­on, PC, eða nokkuð annað í veltu,“ seg­ir Þor­steinn.

„En í síma­tölvu­leikj­um er fólk ein­hvern veg­inn alltaf svo eitt og þú ert eig­in­lega aldrei að spila með ein­hverj­um öðrum. Þótt það séu síma­tölvu­leik­ir til sem eru „multiplayer“ og þú ert að spila með öðrum þá sérðu oft­ar en ekki bara eitt­hvert not­end­a­nafn og get­ur ekki beint haft góð sam­skipti við mann­eskj­una,“ seg­ir Þor­steinn og held­ur áfram. „Ekk­ert sem er í lík­ingu við það að eiga í mann­leg­um sam­skipt­um við aðra mann­eskju.“

Bæta mann­leg sam­skipti

Þor­steinn bend­ir á að fjöl­marg­ar kann­an­ir hafi sýnt að ein­mana­leiki hef­ur auk­ist gríðarlega mikið með til­komu snjall­tækja. Þrátt fyr­ir að fólk eigi í raun í meiri sam­skipt­um, í gegn­um sam­skipta­for­rit á borð við Messenger eða What­sApp. „Sem er ótrú­lega mik­il þver­sögn því í raun og veru erum við að núna að eiga meiri sam­skipti held­ur en nokkru sinni áður,“ seg­ir Þor­steinn.

Þor­steinn bend­ir á að yngra fólk sé í meiri mæli farið að nýta sér öðru­vísi tækni. Það sendi frek­ar skila­boð til sinna vina með Snapchat, noti mynda­vél­ina þar sem sam­skipt­in verða dýpri, með svip­brigðum sem illa er hægt að tjá í svart­hvít­um texta.

Teatime hyggst því nýta þá öfl­ugu tækni sem snjallsím­arn­ir búa yfir og blanda henni við svo­kallaða AR-tækni (e. aug­mented reality) sem marg­ir kann­ast við úr filter­um sem boðið er upp á á Snapchat, eða í Pokémon Go leikn­um þar sem tölvu­tækni er notuð til þess að auðga eða breyta veru­leik­an­um.

„Við hugsuðum með okk­ur að blanda þess­ari nýju tækni sem sím­arn­ir eru, við aðra tækni. Við vilj­um því bjóða upp á leik við raun­tíma­víd­eósím­tal. Ofan á það ætl­um við að nota AR-tækn­ina, til að skjóta fólki inn í ein­hver leikja­heim. Gera það raun­veru­legt, þar sem þú átt í raun­veru­leg­um sam­skipt­um við vini þína á meðan þú ert að spila leiki, þó að þeir séu ein­hvers staðar allt ann­ars staðar. Til að bæta og auka gæði sam­skipta hjá fólki sem er að spila sam­an tölvu­leik,“ seg­ir Þor­steinn og bæt­ir því við að slík tækni hafi ekki verið notuð áður til að búa til síma­leik.

Egg­in í mörg­um körf­um

„Við erum að gera þessa tækni til þess að verða góðir í því að búa til leiki þar sem fólk er annaðhvort að keppa á móti ein­hverj­um í raun­tíma, eða með ein­hverj­um í raun­tíma. T.d. við að leysa þraut­ir,“ seg­ir Þor­steinn.

Eins og áður seg­ir er stefnt að út­gáfu fyrsta leiks­ins í fe­brú­ar á næsta ári en von er á fleiri leikj­um eft­ir það sem styrk­ir tekju­grunn fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi stend­ur ekki allt og fell­ur með þess­um eina leik líkt og var raun­in með QuizUp. Þor­steinn seg­ir teymið hafa lært mikið af QuizUp og að tekju­grunn­ur­inn hafi verið það fyrsta sem hugsað var út í.

„Með QuizUp sett­um við öll egg­in í sömu körfu. Spurn­inga­leik­ir, ekki bara QuizUp, held­ur all­ir spurn­inga­leik­ir sem hafa komið út á sím­um, hafa all­ir átt erfitt með það að skapa tekj­ur. Það er bara af því að mód­elið er erfitt,“ seg­ir Þor­steinn.

„Kost­ur­inn við það sem við erum að gera núna er að við erum ekki að búa til einn leik held­ur marg­ar teg­und­ir af leikj­um. All­ir leik­irn­ir eru með mis­mun­andi leið til þess að skapa tekj­ur. En tekj­urn­ar verða í gegn­um aug­lýs­ing­ar og svo með kaup­um á vör­um í leikn­um sjálf­um. Eins og all­ar tekj­ur verða til í þess­um síma­heimi,“ seg­ir Þor­steinn.

Þor­steinn seg­ir þó að tæki­fær­in séu ekki aðeins fólg­in í þeim leikj­um sem fyr­ir­tækið býr til. „Mér líður eins og mögu­leik­inn á þessu tæki­færi sé miklu stærri en QuizUp. Hérna erum við að búa til tækni. Við erum ekki bara að búa til leiki sjálf held­ur sjá­um við fyr­ir okk­ur að vinna með þessa nýju teg­und leikja með stúd­íó­um úti um all­an heim. Þetta er í raun al­veg nýtt „genre“ af leikj­um sem ég spái að verði mjög fyr­ir­ferðamikl­ir í ná­inni framtíð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK