Engir nýliðar á nýju ári

Þota afrá WOW air á Keflavíkurflugvelli.
Þota afrá WOW air á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svanhvít Friðriksdóttir, fjölmiðlafulltrúi WOW air, segir líklegt að engar nýjar flugfreyjur verði ráðnar til afleysingastarfa hjá flugfélaginu næsta sumar.

„Við munum vissulega fjölga flugliðum verulega yfir sumartímann, en við teljum líklegt að við náum að manna það eingöngu með flugliðum sem hafa verið hjá okkur áður,“ segir Svanhvít við Morgunblaðið.

Endurskipulagning á flugfélaginu stendur nú yfir en liður í því er sala WOW air á fjórum Airbus-farþegaþotum til kanadíska flugfélagsins Air Canada. Kemur þetta fram í tilkynningu frá flugfélaginu og hefur samningur þess efnis verið undirritaður.

„Þetta er mjög og jákvætt og mikilvægt skref í endurskipulagningu Wow air þar sem við bæði minnkum flotann og bætum lausafjárstöðu félagsins með sölu á þessum flugvélum,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK