Semur við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum flugvéla

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair Group hefur gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins sem eru til afhendingar árin 2019 og 2020.

Áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er í mars 2020.

Samtals mun fjármögnunin nema um 200 milljónum dala á tímabilinu, sem samsvarar rúmum 23 milljörðum kr., og sjóðsstaða félagsins hækkar um 160 milljónir dala, um 18 milljarða kr., í kjölfar samningsins, að því er fram kemur í tillkynning frá Icelandair Group til Kauphallar Íslands.

Þá segir, að til viðbótar hafi félögin samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nái yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent á árinu 2019 og hin árið 2020. Leigutími vélanna sé 12 ár með kauprétti að loknum 30 mánaða leigutíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK