Max vélar allar fjármagnaðar

Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á …
Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á þessu ári. Árni Sæberg

Icelanda­ir Group hef­ur und­ir­ritað samn­ing við SMBC Aviati­on Capital um sölu og end­ur­leigu á tveim­ur Boeing 737 MAX flug­vél­um til viðbót­ar við þær tvær vél­ar sem til­kynnt var um sölu og end­ur­leigu á rétt fyr­ir ára­mót. Þetta staðfest­ir for­stjóri fé­lags­ins, Bogi Nils Boga­son, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að leigu­samn­ing­arn­ir séu til tæp­lega níu ára og með þessu hafi fé­lagið nú lokið fjár­mögn­un á öll­um sex Boeing 737 MAX flug­vél­um sem fé­lagið muni fá til af­hend­ing­ar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vél­arn­ar voru fjár­magnaðar með samn­ingi um sölu og end­ur­leigu við BOCOMM Leasing Aviati­on.

Sjá frétt­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK