Max vélar allar fjármagnaðar

Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á …
Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á þessu ári. Árni Sæberg

Icelandair Group hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum til viðbótar við þær tvær vélar sem tilkynnt var um sölu og endurleigu á rétt fyrir áramót. Þetta staðfestir forstjóri félagsins, Bogi Nils Bogason, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Í tilkynningu frá félaginu segir að leigusamningarnir séu til tæplega níu ára og með þessu hafi félagið nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið muni fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK