Þarf að hafa áhyggjur af Kína?

Hafnarstarfsmenn í Qingdao í austurhluta Kína fylgjast með flutningaskipi við …
Hafnarstarfsmenn í Qingdao í austurhluta Kína fylgjast með flutningaskipi við bryggju í nóvembermánuði. AFP

Hag­vöxt­ur í Kína fer minnk­andi og ýmis merki eru um að vandi sé kín­verska efna­hags­kerf­inu fyr­ir hönd­um, meðal ann­ars vegna viðskipta­deilu Banda­ríkj­anna og Kína. 28% tap var á viðskipt­um með hluta­bréf á kín­verska hluta­bréfa­markaðnum í fyrra og það var hvergi meira á heimsvísu, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í frétta­skýr­ingu á vef breska rík­is­út­varp­ins, BBC.

Þar er fjallað um þau áhrif sem minnk­andi vöxt­ur kín­verska hag­kerf­is­ins, þessa risa­stóra markaðar, hef­ur á heimsvísu og hvort hann sé eitt­hvað til þess að hafa áhyggj­ur af.

Vand­ræði Apple, sem í vik­unni þurfti að senda frá sér viðvör­un til fjár­festa vegna lak­ari af­komu á fyrsta árs­fjórðungi 2019 en bú­ist hafði verið við, eru að mestu rak­in til þess að hægt hef­ur á sölu varn­ings fyr­ir­tæk­is­ins á borð við farsíma á hinum risa­stóra kín­verska neyt­enda­markaði. Þangað sæk­ir Apple um 20% af tekj­um sín­um.

Apple er ekki eina alþjóðlega stór­fyr­ir­tækið sem hef­ur lent í vanda eða lýst yfir áhyggj­um af stöðunni í Kína. Bíla­fram­leiðend­urn­ir Gener­al Motors, Ford og Fiat Chrysler eru á meðal fyr­ir­tækja sem hafa lýst yfir áhyggj­um af mögu­leg­um áhrif­um viðskipta­skæra á milli Banda­ríkj­anna og Kína, auk þess sem bíla­fram­leiðand­inn Jagu­ar Land Rover seg­ir að hægst hafi um hjá fyr­ir­tæk­inu á kín­verska markaðnum.

Kínversk kona handfjatlar iPhone-síma fyrir utan Apple-búð í Peking í …
Kín­versk kona hand­fjatl­ar iP­ho­ne-síma fyr­ir utan Apple-búð í Pek­ing í gær. AFP

Kín­versk fyr­ir­tæki hafa sömu­leiðis áhyggj­ur, ef marka má viðskiptaf­rétt­ir síðustu vik­ur og mánuði. Í þess­ari viku sagði Robin Li, for­stjóri kín­versku leit­ar­vél­ar­inn­ar Baidu, að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins ættu að búa sig und­ir það að hægja færi á. Það gerði Li sjálf­ur með því að ávarpa starfs­menn með Game of Thrones-fras­an­um „vet­ur­inn er á leiðinni“.

Sam­kvæmt frétt BBC eru þó ekki öll vest­ræn fyr­ir­tæki í vanda stödd á kín­verska markaðnum. Í sept­em­ber síðastliðnum til­kynnti Nike að söl­ur fyr­ir­tæk­is­ins í Kína hefðu auk­ist um 24% í kjöl­far vel heppnaðrar aug­lýs­inga­her­ferðar þar sem NFL-leik­stjórn­and­inn Col­in Kaepernick var í aðal­hlut­verki.

Minnk­andi vöxt­ur en ekk­ert öngstræti

En hver er staða kín­verska hag­kerf­is­ins? Sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðabank­an­um var hag­vöxt­ur­inn um 6,3% árið 2017, sem er langt­um meira en geng­ur og ger­ist í þróuðum hag­kerf­um Vest­ur­landa, en þó svo sé hef­ur vöxt­ur­inn í Kína dreg­ist sam­an und­an­far­inn ára­tug, frá því árið 2010, er hag­vöxt­ur mæld­ist 10,1%. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn býst við því að hag­vöxt­ur­inn fari enn minnk­andi á næstu árum.

Hægst hefur á kínverska hagkerfinu undanfarin ár og þess er …
Hægst hef­ur á kín­verska hag­kerf­inu und­an­far­in ár og þess er vænst að sú þróun haldi áfram. Graf/​Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn

BBC hef­ur eft­ir Lou­is Kuijs, hag­fræðingi við Oxford-há­skóla sem sér­hæf­ir sig í asísk­um fjár­mála­mörkuðum, að hag­vöxt­ur­inn muni þó ekki minnka mikið til viðbót­ar, held­ur verði hag­vöxt­ur um 6,1% á þessu ári og hann muni ekki fara langt niður fyr­ir það á allra næstu árum.

„Þrátt fyr­ir að það sé að hægj­ast á í kín­verska hag­kerf­inu, er það ekki í neinu öngstræti,“ seg­ir hag­fræðing­ur­inn, sem tel­ur af­komu­viðvör­un Apple ekki sér­lega góða vís­bend­ingu um heild­ar­stöðu hag­kerf­is­ins, né held­ur endi­lega einka­neyslu Kín­verja í heild.

Vanda­mál sem þarf að bæta úr

Geor­ge Magn­us, ann­ar hag­fræðing­ur við Oxford sem sér­hæf­ir sig í mál­efn­um Kína, seg­ir að vax­andi áhyggj­ur séu af því eft­ir­lits- og reglu­leysi sem geri kín­verska hag­kerfið frá­brugðið öðrum hag­kerf­um heims­ins. Þar í landi séu margs kon­ar vanda­mál sem þurfi að tak­ast á við. Í því sam­hengi nefn­ir hann að flók­in „skugga­banka­starf­semi“ viðgang­ist í Kína þar sem lítið eft­ir­lit sé með lána­starf­semi, auk þess sem ógn stafi af netnjósn­um stjórn­valda og af­slappaðri höf­und­ar­rétt­ar­lög­gjöf.

Neikvæðar fréttir um þróun kínverska hagkerfisins hafa vakið áhyggjur, en …
Nei­kvæðar frétt­ir um þróun kín­verska hag­kerf­is­ins hafa vakið áhyggj­ur, en þær eru að mestu óþarfar, að sögn tveggja hag­fræðinga við Oxford. Mynd tek­in í Hong Kong á dög­un­um. AFP

Þrátt fyr­ir að ekki líti út fyr­ir að nein­ar efna­hags­hörm­ung­ar séu fram und­an í Kína, er eðli­legt að fylgj­ast grannt með stöðunni þar í landi, enda mynd­ar hag­kerfið kín­verska æ stærri sneið af hag­kerfi heims­ins, eða um 19% af heild­ar­fram­leiðslu á þessu ári, sam­kvæmt töl­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Þessi tala var um 7% um alda­mót.

Stærð hag­kerf­is­ins er orðin slík, að sögn Magn­us, að kín­versk eft­ir­spurn stjórn­ar nokk­urn veg­inn heims­markaðsverðinu á ýms­um vör­um og nefn­ir hann sem dæmi að um helm­ing­ur alls stáls, kop­ars, kola og sements sem fram­leitt er í heim­in­um sé flutt til Kína. Ef Kín­verj­ar fara að kaupa minna, af þess­um vör­um og mörg­um öðrum, myndi það lík­lega leiða til verðfalls.

Magn­us seg­ir þó að ekki skyldi hafa of mikl­ar áhyggj­ur. „Ég held að það sé eng­inn að hugsa það þessa stund­ina að efna­hag­ur Kína sé á leið fram af hengiflugi, það er bara svo að hann er kom­inn niður úr þeim há­fleygu hæðum sem hag­kerfið hef­ur verið í und­an­far­inn ára­tug eða meira.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK