Framkvæmdir á fullt á Landsímareit

Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, og Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri …
Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, og Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Lindarvatn hefur samið við ÞG verk um byggingu hótels, veitingastaða og verslana á Landsímareitnum. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, vonast til þess að uppsteypa geti hafist strax í þessum mánuði og uppsteypu ljúki í mars 2020. Stefnt er að því að verkið verði fullklárað í september 2020.

„Við erum ánægðir með þennan samning og hlökkum til að starfa með ÞG verk. Það er öflugt verktakafyrirtæki sem hefur yfir mikilli reynslu að búa,“ segir Jóhannes. „Þeir eru nýbúnir með framkvæmdir á Hafnartorgi sem er steinasnar frá Landsímareitnum. Við sáum þar að vel var vandað til verka og framkvæmdir gengu hratt fyrir sig þannig það lá beint við að semja við þá,“ segir Jóhannes.

Á Landsímareitnum verður rekið hótel undir merkjum Curio by Hilton auk þess sem tónlistarsalurinn NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Þá verða veitingastaðir og verslanir á reitnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK