Samningur WOW air við N1 um kaup á þotueldsneyti rann út um áramótin og í kjölfarið samdi flugfélagið við breska olíufyrirtækið BP.
Breska fyrirtækið sér Icelandair einnig fyrir orkugjafa.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir í samtali við Túrista að fyrirtækið hafi tapað útboðum Icelandair og WOW air vegna kaupa á þotueldsneyti. Undanfarið ár hefur N1 séð WOW air fyrir olíu til jafns við BP.
Um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða í olíuviðskiptum flugfélaganna og gerir Túristi ráð fyrir því að olíureikningur WOW air á degi hverjum hljóði upp á 20 til 25 milljónir króna.