Bílanaust gjaldþrota

Bílanaust hefur tilkynnt starfsmönnum um að fyrirtækið sé gjaldþrota.
Bílanaust hefur tilkynnt starfsmönnum um að fyrirtækið sé gjaldþrota. mbl.is/Árni Torfason

Starfs­fólki Bílanausts var til­kynnt á starfs­manna­fundi klukk­an tíu í morg­un um gjaldþrot fyr­ir­tæk­is­ins, var versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins svo lokað og starfs­menn send­ir heim. Þetta staðfest­ir Bjarki Jak­obs­son, versl­un­ar­stjóri Bílanausts að Dvergs­höfða, í sam­tali við mbl.is.

„Það eru all­ir bara að fara heim og starfs­lok hjá öll­um starfs­mönn­um,“ seg­ir Bjarki. Hann seg­ir fólki hafa verið brugðið við tíðind­in í morg­un.

Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins á Eg­ils­stöðum og á Ak­ur­eyri voru einnig boðaðir til starfs­manna­fund­ar í morg­un. Í dyr­um versl­ana fé­lags­ins hef­ur verið hengd­ur upp miði þar sem til­kynnt er um lok­un vegna breyt­inga, að því er sagði í um­fjöll­un Vís­is.

Bílanaust er í eigu fé­lags­ins Efsta­sunds, en það er Cold­rock In­vest­ments lim­ited sem á 43,55% hlut í Efsta­sundi. Systkin­in Guðný Edda Gísla­dótt­ir, Gunn­ar Þór Gísla­son, Eggert Árni Gísla­son og Hall­dór Páll Gísa­son eiga 9,11% hlut hvert. Lár­us Blön­dal Sig­urðsson fer með 7,79% hlut og Heba Brands­dótt­ir 6,79% hlut. Þá eru einnig fjór­ir aðrir minni eig­end­ur að fé­lag­inu.

N1 seldi Bílanaust til Efsta­sunds árið 2013, en fyr­ir­tækið hafði upp­haf­lega verið stofnað af Matth­íasi Helga­syni árið 1962.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK