Bílanaust gjaldþrota

Bílanaust hefur tilkynnt starfsmönnum um að fyrirtækið sé gjaldþrota.
Bílanaust hefur tilkynnt starfsmönnum um að fyrirtækið sé gjaldþrota. mbl.is/Árni Torfason

Starfsfólki Bílanausts var tilkynnt á starfsmannafundi klukkan tíu í morgun um gjaldþrot fyrirtækisins, var verslunum fyrirtækisins svo lokað og starfsmenn sendir heim. Þetta staðfestir Bjarki Jakobsson, verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða, í samtali við mbl.is.

„Það eru allir bara að fara heim og starfslok hjá öllum starfsmönnum,“ segir Bjarki. Hann segir fólki hafa verið brugðið við tíðindin í morgun.

Starfsmenn fyrirtækisins á Egilsstöðum og á Akureyri voru einnig boðaðir til starfsmannafundar í morgun. Í dyrum verslana félagsins hefur verið hengdur upp miði þar sem tilkynnt er um lokun vegna breytinga, að því er sagði í umfjöllun Vísis.

Bílanaust er í eigu félagsins Efstasunds, en það er Coldrock Investments limited sem á 43,55% hlut í Efstasundi. Systkinin Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og Halldór Páll Gísason eiga 9,11% hlut hvert. Lárus Blöndal Sigurðsson fer með 7,79% hlut og Heba Brandsdóttir 6,79% hlut. Þá eru einnig fjórir aðrir minni eigendur að félaginu.

N1 seldi Bílanaust til Efstasunds árið 2013, en fyrirtækið hafði upphaflega verið stofnað af Matth­íasi Helga­syni árið 1962.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka