Indigo Partners mun eignast 49% hlut í WOW air gangi kaup bandaríska fjárfestingafélagsins á flugfélaginu eftir.
Fjárfestingin er í formi tíu ára láns sem hægt er að breyta í hlutafé að þeim tíma liðinum. Ef láninu verður breytt í hlutafé áður en lánstíminn er liðinn getur Indigo Partners aukið hlut sinn, ef horft er til reglna um erlent eignarhald.
„Verði fjárfestingin alveg eins og fyrirhugað er mun nákvæm upphæð fjárfestingarinnar fara eftir fjárþörf vegna viðsnúnings WOW air.“
Þetta fram í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sent skuldabréfaeigendum.
Þar segir einnig að Indigo Partners hafi ítrekað sýnt að það er þolinmótt fjárfestingafélag tilbúið í langtíma skuldbindingar. Þar eru nefnd sem dæmi fjárfestingar þess í Wizz air til fjórtán ára, Volaris til átta ára og Frontier Airlines til fimm ára.