Minnsta atvinnuleysið í áratug

AFP

Ekki hafa jafn fáir verið án atvinnu á evru-svæðinu og nú í áratug. Atvinnuleysi mældist 7,9% í nóvember sem er lægsta hlutfall á evru-svæðinu í tíu ár. Í október mældist það 8%. Atvinnulausum hefur fækkað jafnt og þétt frá því í september 2016 er það fór niður fyrir 10%.

Fyrir fjármálakreppuna var atvinnuleysi að meðaltali 7,5% á evru-svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þegar staðan var sem verst, um mitt ár 2013, var hlutfall atvinnulausra 12,1%. 

Atvinnuleysið er mest í Grikklandi, 18,6% og 14,7% á Spáni. Minnst er það í Þýskalandi, 2,2%. 

Ef horft er til Evrópusambandsins þá mælist atvinnuleysi að meðaltali 6,7% í ríkjunum 28. Það er lægsta hlutfall atvinnulausra í ESB frá því byrjað var að halda utan um þessar tölur árið 2008. Í Tékklandi er atvinnuleysið minnst eða 1,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka