Sjálfsafgreiðslukössum fjölgar

Meira en helmingur viðskiptavina í smærri verslunum Krónunnar kýs sjálfsafgreiðslu …
Meira en helmingur viðskiptavina í smærri verslunum Krónunnar kýs sjálfsafgreiðslu fram yfir hefðbundna afgreiðslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hefðbundnir afgreiðslukassar með starfsmanni munu hverfa meira og minna á næstu árum að mati Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann segir þá þróun vera af hinu góða þar sem verið sé að gera það sjálfvirkt sem á að vera sjálfvirkt.

Sjálfsafgreiðslukassar eru orðnir algeng sjón í verslunum hér á landi en af 23 verslunum Krónunnar eru sjö þeirra búnar afgreiðslukössum. Stefnt er að því að slíkir kassar verði í öllum Krónuverslunum á höfuðborgarsvæðinu á næstu 18 mánuðum en í minni verslunum fyrirtækisins kýs meira en helmingur viðskiptavina að nota slíka kassa.

Af 33 verslunum Bónuss eru fimm með slíka kassa og hyggst fyrirtækið tvöfalda þann fjölda á þessu ári. Allir þessir sjálfsafgreiðslukassar voru settir upp á nýliðnu ári en IKEA setti upp sína fyrstu sjálfsafgreiðslukassa árið 2010, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK