Farsíma-fylgihlutafélagið Strax, sem skráð er á markað í Svíþjóð, selur vörur sínar á um 40 þúsund útsölustöðum.
Í því liggur styrkur félagsins, segir Guðmundur Pálmason forstjóri í samtali við ViðskiptaMoggann. 65% af af tekjunum koma frá Evrópu, 30% frá Norður-Ameríku og 5% frá öðrum löndum.
Guðmundur segir að félagið sé undirverðlagt í kauphöllinni í Stokkhólmi.