Coldrock fær ekki álit EFTA í aflandskrónumáli

Deilt var um ákvörðun Seðlabankans að hafna Coldrock um að …
Deilt var um ákvörðun Seðlabankans að hafna Coldrock um að ráðstafa aflandskrónueign sinni til að fjárfesta í þremur íslenskum fasteignafélögum. Vildi Coldrock fá álit EFTA á málinu og hafði héraðsdómur áður samþykkt það. Landsréttur sneri ákvörðuninni hins vegar við. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lands­rétt­ur hef­ur fellt úr gildi úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að afla ætti álits EFTA-dóm­stóls­ins hvort malt­neska fé­lag­inu Cold­rock væri heim­ilt að ráðstafa tæp­lega 445 millj­óna af­l­andskróna eign sinni í ís­lensk­um rík­is­skulda­bréf­um. Seðlabank­inn hafði áður hafnað þeirri beiðni, en héraðsdóm­ur taldi að afla ætti álits í mál­inu og at­huga hvort ákvörðunin sam­ræmd­ist EES-samn­ingn­um um frjálsa fjár­magns­flutn­inga.

Cold­rock fór fram á að höft á af­l­andskrónu­eign­ir fé­lags­ins væru af­numd­ar að fullu, meðal ann­ars vegna þess að höft­in væru and­stæð meðal­hófs­reglu. Var meðal ann­ars vísað til efna­hags­ástands­ins hér á landi.

Í úr­sk­urði héraðsdóms kom fram að nota átti fjár­hæðina til að fjár­festa í þrem­ur ís­lensk­um fast­eigna­fé­lög­um.

Taldi héraðsdóm­ur að leita mætti álits varðandi heim­ild­ir til að veita und­anþágur frá tak­mörk­un­um á fjár­magns­hreyf­ing­um, meðal ann­ars með hliðsjón af því hvenær viðkom­andi eignaðist af­l­andskrón­urn­ar. Lands­rétt­ur sagði lög um meðferð krónu­eigna hins veg­ar vera skýr og að lög­un­um yrði ekki hliðrað. Því væri úr­sk­urður héraðsdóms felld­ur úr gildi.

Fé­lagið Cold­rock er í eigu systkin­anna Gunn­ars Þórs Gísla­son­ar, Guðnýj­ar Eddu Gísla­dótt­ur, Hall­dórs Páls Gísla­son­ar og Eggerts Árna Gísla­son­ar, en þau eru meðal ann­ars eig­end­ur að inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­inu Mata og mat­væla­fyr­ir­tækj­un­um Síld og fiski og Mat­fugli. Þá eiga þau í gegn­um Cold­rock einnig hlut í Bílanausti, en í gær var greint frá gjaldþroti fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK