Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desember um 0,7% milli mánaða. Var vísitalan 193,6 stig í desember 2018. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan þó hækkað um 2,1% og síðastliðna 12 mánuði um 7,8%, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og er birtingu vísitölunnar ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.