Gagnamagnið mun aukast gríðarlega

„Á Írlandi og öðrum ríkjum á Norðurlöndum er samstillt átak …
„Á Írlandi og öðrum ríkjum á Norðurlöndum er samstillt átak um að laða gagnaver í viðskipti.“ Þetta segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.

„Á Írlandi og öðrum ríkjum á Norðurlöndum er samstillt átak um að laða gagnaver í viðskipti. Það skiptir höfuðmáli til að ná árangri en einnig það að geta boðið upp á endurnýjanlega orku til starfseminnar.“ Þetta segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.

Sem stendur eru gagnaver kaupendur að u.þ.b. 6% þeirrar orku sem seld er til stórnotenda hér á landi. Stefanía segir að þau séu kærkomin viðbót inn í öflugan viðskiptamannahóp Landsvirkjunar sem nú eins og endranær selur langstærstan hluta sinnar framleiðslu til álvera.

„Við höfum lengi átt viðskiptasamband við mjög stóra og trausta kaupendur. Nú hafa bæst fleiri fyrirtæki á listann og þau hafa aðrar þarfir. Þau þurfa meiri sveigjanleika í viðskiptum við okkur og einkenni á þessari starfsemi er að þau byrja gjarnan smátt, t.d. í 10 MW í fyrsta áfanga en færa sig á nokkrum árum upp í 50-60 MW.“

Stefanía segir að eðli starfsemi þessara fyrirtækja sé einnig með því móti að hægt sé að selja þeim orku sem ekki er eins stöðug og sú sem álverin þurfi að stóla á öllum stundum.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK