Hornið traust í 40 ár

Fjölskyldan á Horninu. Jakob fyrir framan og síðan frá vinstri …
Fjölskyldan á Horninu. Jakob fyrir framan og síðan frá vinstri Hlynur, Valgerður, Ólöf og Jakob Reynir. mbl.is/RAX

Á veitingastaðnum Horninu á mótum Hafnarstrætis og Pósthússtrætis mátti fá mat að ítölskum hætti í fyrsta sinn á Íslandi og staðurinn hefur kætt matgæðinga í nær 40 ár.

Hann er með elstu veitingastöðum landsins og hefur verið í eigu sömu eigenda og á sama nafnnúmeri og kennitölu frá upphafi.

„Við lögðum ákveðna línu í byrjun, höfum haldið okkur við hana og hún hefur gengið vel,“ segir Jakob H. Magnússon, sem á staðinn ásamt fjölskyldu sinni.

Jakob og Valgerður Jóhannsdóttir, eiginkona hans, bjuggu lengi í Danmörku, en fluttu aftur heim 1979 og opnuðu Hornið í samstarfi við Guðna Erlendsson, frænda Jakobs, í júlí sama ár. Guðni flutti aftur út nokkrum árum síðar en hjónin héldu rekstrinum áfram og standa enn vaktina.

Sjá samtal við Jakob í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK