Hornið traust í 40 ár

Fjölskyldan á Horninu. Jakob fyrir framan og síðan frá vinstri …
Fjölskyldan á Horninu. Jakob fyrir framan og síðan frá vinstri Hlynur, Valgerður, Ólöf og Jakob Reynir. mbl.is/RAX

Á veit­ingastaðnum Horn­inu á mót­um Hafn­ar­stræt­is og Póst­hús­stræt­is mátti fá mat að ít­ölsk­um hætti í fyrsta sinn á Íslandi og staður­inn hef­ur kætt mat­gæðinga í nær 40 ár.

Hann er með elstu veit­inga­stöðum lands­ins og hef­ur verið í eigu sömu eig­enda og á sama nafn­núm­eri og kenni­tölu frá upp­hafi.

„Við lögðum ákveðna línu í byrj­un, höf­um haldið okk­ur við hana og hún hef­ur gengið vel,“ seg­ir Jakob H. Magnús­son, sem á staðinn ásamt fjöl­skyldu sinni.

Jakob og Val­gerður Jó­hanns­dótt­ir, eig­in­kona hans, bjuggu lengi í Dan­mörku, en fluttu aft­ur heim 1979 og opnuðu Hornið í sam­starfi við Guðna Er­lends­son, frænda Jak­obs, í júlí sama ár. Guðni flutti aft­ur út nokkr­um árum síðar en hjón­in héldu rekstr­in­um áfram og standa enn vakt­ina.

Sjá sam­tal við Jakob í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK