Það er erfiðara að leynast

Bryndís segir starf skattrannsóknastjóra vera áhugavert en snúið.
Bryndís segir starf skattrannsóknastjóra vera áhugavert en snúið. mbl.is/​Hari

Bryndís Kristjánsdóttir segir gríðarlegar breytingar hafa orðið í alþjóðlegri skattasamvinnu eftir hrun sem gjörbreytt hafi umhverfi til skattrannsókna. Hún hefur staðið í hringiðunni í málum sem fylgdu fjármálahruninu árið 2008 og verið í forsvari hjá embætti sem aldrei hefur mætt meira á en á síðustu árum. Einkum í tengslum við leka á borð við Panama-skjölin en hún stóð einnig í forsvari er íslenska ríkið ákvað að veita skattrannsóknarstjóra fjármagn til kaupa á gögnum sem tengdu Íslendinga við skattaskjól.

Bryndís Kristjánsdóttir hefur verið skattrannsóknarstjóri ríkisins frá árinu 2007 og hefur stundum upplifað ýmislegt skrautlegt í sínu starfi. Bryndís útskrifaðist lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993 og hefur nánast allan sinn starfsferil unnið í skattrannsóknum en hóf starfsferilinn hjá Skattstofu Vesturlands árið 1995. Fáir þekkja því heim skattrannsókna betur en hún.

Bryndís segir starf skattrannsóknastjóra vera áhugavert en snúið. Henni hefur verið hótað oftar en einu sinni og tilraunir hafa verið gerðar til að múta henni sem og öðrum starfsmönnum stofnunarinnar.

„Þetta er stundum snúið en ég hef svolítið gaman af því að það þarf að spila hvert einasta mál eftir eyranu. Þó að það þurfi að passa upp á að allar reglur séu virtar. Þetta er krefjandi starf og stundum er það erfitt.“

Aðspurð hvort það reyni stundum á persónulega, í ljósi þess að oftar en ekki er um lífsviðurværi fólks að ræða segir Bryndís það vissulega vera tilfellið.

Verið hótað og reynt að múta

„Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta. Ég held reyndar að það sé eitt af því sem við höfum almennt séð gert nokkuð vel. Að sýna þeim sem koma hingað þá virðingu sem hver og ein manneskja á skilið þar sem reynt er að fara eins varlega í hlutina og hægt er. Og sem dæmi um það eru fleiri en eitt atvik þar sem starfsmönnum hér hefur verið hrósað fyrir vinnubrögð, eða aðkomu, af aðilum sem eru hér í rannsókn. Fyrir að sýna góða framkomu í skýrslutökum og vera ekki með einhvern yfirgang. Það er auðvitað hægt að vera með hörkuna í þessu öllu saman. Í húsleitum og yfirheyrslum en það er ekki það sem skilar árangri.“

Ég bið Bryndísi um að segja mér aðeins nánar frá því í hverju þessar hótanir fólust sem borist hafa starfsmönnum skattrannsóknastjóra.

„Það var eitt mál sem tók nokkuð á sem var hérna til rannsóknar í kjölfar hrunsins sem beindist að starfsmönnum. Þar var jafnvel ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Það fannst mér svolítið langt gengið. En það er oft erfitt með sönnun og annað í slíkum málum. Það er nú sjaldnast þannig að slíkar hótanir séu gerðar í vitna viðurvist eða settar á blað. En þetta er auðvitað bara svona og hluti af þessu. En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís og nefnir síðan dæmi um það hvernig var reynt að múta henni.

Sjá viðtalið við Bryndísi í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK