Írska flugfélagið Ryanair gaf í dag út aðra afkomuviðvörun vegna yfirstandandi rekstrarárs. Nú er það verðlækkun á flugfargjöldum.
Í afkomuviðvöruninni kemur fram að hagnaður félagsins verði 1-1,1 milljarður evra á rekstrarárinu sem lýkur 31. mars. Í október var hagnaðarspáin lækkuð í 1,1-1,2 milljarða evra.
Í tilkynningu kemur fram að vetrarfargjöld hafi lækkað um 7% en áður hafði verið gert ráð fyrir því að lækkunin næmi 2%. Von er á frekari afkomuviðvörunum frá Ryanair ekki síst vegna áhrifa frá Brexit en forstjóri Ryanair hefur áhyggjur af því hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu hefur á afkomu flugfélagsins.