Starfsemi hugbúnaðarfyrirtækisins Novomatic Lottery Solutions á Íslandi verður lögð niður undir lok árs. Um 70 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu sem hefur aðallega unnið að hönnun hugbúnaðar fyrir lottófyrirtæki. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.
Austurríska hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions, áður Betware, sem er með skrifstofur í Holtasmára í Kópavogi, sagði upp 18 starfsmönnum sínum hér á landi í apríl.
Novomatic Lottery Solutions hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim.
„Breytingarnar núna eru liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar í rekstri, en auk þessara uppsagna mun hugbúnaðargerðarfólki fækka á starfsstöðvum fyrirtækisins á Spáni (7 samtals) og í Serbíu (17 samtals),“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu á þeim tíma.