Novomatic hættir starfsemi á Íslandi

Höfuðstöðvar Novomatic í Austurríki.
Höfuðstöðvar Novomatic í Austurríki. Mynd af heimasíðu Novomatic

Starfsemi hugbúnaðarfyrirtækisins Novomatic Lottery Solutions á Íslandi verður lögð niður undir lok árs. Um 70 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu sem hefur aðallega unnið að hönnun hugbúnaðar fyrir lottófyrirtæki. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Aust­ur­ríska hug­búnaðarfyr­ir­tækið Novom­atic Lottery Soluti­ons, áður Betware, sem er með skrif­stof­ur í Holta­smára í Kópa­vogi, sagði upp 18 starfs­mönn­um sín­um hér á landi í apríl.

Novom­atic Lottery Soluti­ons hann­ar hug­búnað fyr­ir rík­is­rek­in lotte­rí og hef­ur viðskipta­vini víða um heim.

„Breyt­ing­arn­ar núna eru liður í víðtæk­ari aðgerðum fyr­ir­tæk­is­ins til hagræðing­ar í rekstri, en auk þess­ara upp­sagna mun hug­búnaðargerðarfólki fækka á starfs­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins á Spáni (7 sam­tals) og í Serbíu (17 sam­tals),“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK