Metfjöldi skemmtiferðaskipa

Við Skarfabakka. Á háannatíma yfir sumarið liggja stundum sex skemmtiferðaskip …
Við Skarfabakka. Á háannatíma yfir sumarið liggja stundum sex skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn. mbl/Arnþór Birkisson

Árið 2019 verður tví­mæla­laust það stærsta hvað varðar skipa­kom­ur farþega­skipa og farþega­fjölda hingað til lands. Þetta seg­ir Erna Kristjáns­dótt­ir, markaðsstjóri Faxa­flóa­hafna. Skipa­kom­um hef­ur fjölgað ár­lega und­an­far­in ár.

Alls eru áætlaðar 184 skipa­kom­ur farþega­skipa til Faxa­flóa­hafna á ár­inu og með þeim koma 189.908 farþegar. Áætluð fjölg­un á skipa­kom­um er því rúm­lega 17% milli ára og fjölg­un farþega rúm­lega 24%. Árið 2018 voru skipa­kom­ur 166 tals­ins og farþega­fjöldi ná­lægt 150 þúsund. Mögu­lega mun skrán­ing­um skipa fjölga þegar líður á árið.

Sögu­leg­ur viðburður verður 19. júlí. Þá kem­ur til Reykja­vík­ur farþega­skipið Qu­een Mary 2. Drottn­ing­in er 345 metr­ar að lengd og lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Nokk­ur önn­ur risa­skip munu hafa viðkomu hér á landi í sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka