Reisa timburhús við Kirkjusand

Hér má sjá fyrri drög að hverfinu. Verkefnið er enn …
Hér má sjá fyrri drög að hverfinu. Verkefnið er enn í mótun. Teikning/ASK arkitektar

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Reitirnir þrír eru innst á lóðinni, suðaustast, og munu liggja við nýja götu, Hallgerðargötu, norðaustan Laugarnesvegar.

Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arkitektum, hefur komið að gerð deiliskipulagsins. Það var samþykkt 2016 en þá var gert ráð fyrir 300 íbúðum á öllu skipulagssvæðinu.

Páll segir meðalstærð íbúða á breytingasvæðinu nú um 80 fermetra en hafi áður verið um 100 fermetrar. Það sé í takt við miklar breytingar í eftirspurn síðan vinna hófst við deiliskipulagið. Bjarg íbúðafélag hafi lóðir G og H til ráðstöfunar. Húsin á þeim verði byggð úr timbureiningum frá Lettlandi. Það lækki byggingarkostnað, að því er segir i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka