62% þess fjármagns sem íslensku viðskiptabankarnir lánuðu viðskiptavinum sínum í fyrra til kaupa eða endurfjármögnunar á íbúðarhúsnæði voru í formi óverðtryggðra lána. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands.
Þannig námu ný útlán bankanna, að frádregnum afborgunum og uppgreiðslum 134,9 milljörðum króna en af því námu óverðtryggðu lánin 83,4 milljörðum króna en verðtryggðu lánin 51,5%.
Þessi þróun felur í sér algjör umskipti frá fyrri árum þegar hlutfall verðtryggðra lána gein yfir hinum óverðtryggðu. Þannig nam hlutfall verðtryggðra lána ríflega 79% árið 2017, 103% árið 2016 (uppgreiðslur og afborganir óverðtryggðra lána voru meiri en lántökurnar) og þá var hlutfallið 62,7% árið 2015.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.