Björgólfur Thor Björgólfsson segir að stærstu tæknifyrirtæki heimsins, einkum Amazon, Facebook og Google, hafi í raun „hreðjatak“ á gagnanotkun heimsins í dag og að leita þurfi leiða til að „brjóta þau upp“.
Þetta segir hann í samtali í Morgunblaðinu í dag sem náði tali af honum í kjölfar þátttöku hans á hinni árlegu ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss.
Björgólfur hefur setið ráðstefnuna, að nokkrum árum undanskildum, frá árinu 2005 þegar hann var valinn til þátttöku í Young Global Leaders-verkefninu sem hóf göngu sína það ár.