Allir reikningar verði rafrænir

Í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneyti segir að rafrænir reikningar …
Í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneyti segir að rafrænir reikningar einfaldi viðskipti fyrirtækja við hið opinbera og dragi úr hindrunum og kostnaði í viðskiptum jafnt innanlands sem og milli landa. mbl.is/Ernir

Stefnt er að því að á næstu árum verði allir reikningar sem berast til hins opinbera rafrænir. Í dag eru 70% reikninga vegna opinberra innkaupa rafrænir, en á næstu árum stendur til að þrengja enn frekar að notkun pappírs.

Ný reglugerð hefur tekið gildi hvað þetta varðar, en með henni er tekinn upp evrópskur staðall um rafrænan reikning, sem ríki og sveitarfélög skulu styðja, en innleiðingu á að vera lokið 18. apríl næstkomandi.

Í fréttatilkynningu  frá fjármála- og efnahagsráðuneyti segir að rafrænir reikningar einfaldi viðskipti fyrirtækja við hið opinbera og dragi úr hindrunum og kostnaði í viðskiptum jafnt innanlands sem og milli landa.

Rafrænn reikningur er tölvulesanlegt skjal á XML-formi sem styður við sjálfvirkni í innlestri inn í fjárhagskerfi kaupanda, en reikningar á PDF-formi flokkast ekki sem rafrænir reikningar.

„Notkun rafrænna reikninga felur, auk umhverfissjónarmiða, í sér að afgreiðsla verður hraðari og öruggari og sendingar- og geymslukostnaður lægri,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Innleiðing rafrænna reikninga hófst hérlendis árið 2007 og hefur hlutfall þeirra farið hækkandi ár frá ári, enda er kveðið á um það í gildandi viðskiptaskilmálum ríkisins að allir reikningar til ríkisstofnana skuli vera rafrænir, nema um annað sé sérstaklega samið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK