Hluthafar vilja Heimavelli af markaði

Höfuðstöðvar Heimavalla eru í Lágmúla.
Höfuðstöðvar Heimavalla eru í Lágmúla. mbl/Arnþór Birkisson

Stjórn Heimavalla barst í dag bréf frá þremur hluthöfum þar sem farið er fram á við stjórn félagsins að hún boði til hluthafafundar þar sem tillaga verði gerð um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum í Kauphöllinni, eða að slík tillaga verði sett á dagskrá aðalfundar þann 14.mars 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu Heimavalla til Kauphallar, sem send var eftir lokun markaða í dag. Mat þriggja hluthafa, Snæbóls ehf., Gana ehf. og Klasa ehf., sem samanlagt eiga 18,93% í Heimavöllum, er að viðskipti með hlutabréfin í Kauphöll „hafi ekki skilað væntum ávinningi fyrir hluthafa og félagið.“

Í bréfinu til stjórn Heimavalla kom einnig fram að félögin Sigla ehf. og Alfa Framtak ehf. muni fjármagna valfrjálst tilboð í hlutabréf Heimavalla hf., sem lagt verði fram í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, en tilgangurinn með tilboðinu er að greiða fyrir því að Heimavellir verði afskráð í Kauphöllinni.

Heimavellir hf. var skráð á markað í maí síðastliðnum, en virði félagsins á hlutabréfamarkaði hefur farið minnkandi frá skrásetningu og verið undir bókfærðu virði eigna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK