Flugfélagið Germania gjaldþrota

Allar 37 vélar flugfélagsins Germania hafa verið kyrrsettar vegna óskar …
Allar 37 vélar flugfélagsins Germania hafa verið kyrrsettar vegna óskar félagsins um gjaldþrotaskipti. AFP

Þýska flugfélagið Germania hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum og hefur öllum flugferðum verið aflýst. Þá hafa allar 37 vélar flugfélagsins verið kyrrsettar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Karsten Balke, forstjóri Germania, segir í yfirlýsingu að þetta hafi verið eini möguleikinn í stöðunni þar sem rekstur félagsins hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið og leit að fjárfestum ekki gengið sem skyldi. Flugfélagið lýsti því yfir fyrir um mánuði að það ætti í rekstrarerfiðleikum.

Hækkun á eldsneytisverði auk veikingar evrunnar gagnvart dollaranum er einnig nefnt sem skýringar á gjaldþroti félagsins.

Germania var stofnað 1978 og hefur lagt áherslu á styttri flug innan Þýskalands en hefur einnig flogið til Miðjarðarhafsríkja, Norður-Afríku og Mið-Austurlanda. Þá hefur félagið einnig flogið til Íslands yfir sumartímann. 

Gjaldþrotið hefur ekki áhrif á dótturfyrirtæki félagsins í Sviss, Germania Flug, eða í Búlgaríu, Bulgarian Eagle, að minnsta kosti ekki um sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK