Verðbólga hjaðni eftir mitt næsta ár

Seðlabankinn reiknar með að verðbólga verði komin í grennd við …
Seðlabankinn reiknar með að verðbólga verði komin í grennd við verðbólgumarkmið bankans undir lok næsta árs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Horfur eru á að verðbólga verði um eða yfir 3% fram á mitt næsta ár en hjaðni smám saman þegar áhrif lægra gengis taka að fjara út. Verðbólgan verður síðan komin í grennd við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands undir lok næsta árs.

Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í dag. Þar segir enn fremur að horfur séu á meiri verðbólgu á þessu og næsta ári en bankinn spáði í nóvember. Þetta stafi af lægra gengi krónunnar en þá hafi verið gert ráð fyrir.

Þannig sé búist við að verðbólga verði 3,4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og nái hámarki í 3,8% á þriðja ársfjórðungi sem sé 0,4% meira en í síðustu spá bankans. Bent er enn fremur á að verðbólga hafi farið vaxandi undanfarna mánuði.

Verðbólgan hafi þannig verið 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Verðhækkun innfluttrar vöru í kjölfar gengislækkunar krónunnar hafi haft mest áhrif og þá einkum verðhækkun á nýjum bílum auk kostnaðar vegna eigin húsnæðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK