Yfir 40 fyrirtæki fara frá Bretlandi til Hollands

AFP

Yfir 40 fyrirtæki fluttu frá Bretlandi eða tilkynntu um flutning sinn til Hollands í fyrra vegna óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hollenskra stjórnvalda.

Í tilkynningu frá skrifstofu erlendra fjárfestinga í Hollandi kemur fram að þetta þýði að tæplega tvö þúsund störf og fjárfestingar upp á rúmlega 290 milljónir evra fara frá Bretlandi til Hollands. Flest fyrirtækjanna eru bresk en einhver eru asísk eða bandarísk.

Ráðherra efnahagsmála í hollensku ríkisstjórninni, Eric Wiebes, fagnar þessu og segir að þetta sýni mikilvægi góðs viðskiptaumhverfis líkt og sé í Hollandi.

Meðal fyrirtækja sem fara frá Bretlandi til Hollands vegna Brexit eru japanski fjárfestingarbankinn Norinchukin, fjölmiðlafyrirtækið TVT Media, fjárfestingar- og ráðgjafarfyrirtækið MarketAxess and Azimo og tryggingafyrirtækið UK P&I.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK