Icelandair lækkað um 20% síðan á föstudag

Frá því að ársuppgjörið var birt á fimmtudaginn hafa bréf …
Frá því að ársuppgjörið var birt á fimmtudaginn hafa bréf Icelandair lækkað um 20,3%. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Bréf Icelandair lækkuðu mest í Kauphöllinni í dag í 255 milljóna króna viðskiptum, en við lokun höfðu þau lækkað um 5,2%. Bréfin lækkuðu fram yfir hádegi og fóru þau lægst niður um 7,6%, en þegar leið á daginn hafði gengi þeirra aðeins hækkað á ný.

Bréf aðeins þriggja félaga hækkuðu í dag. Marel fór upp um 1,25%, Reitir um 0,28% og Eik um 0,24%. Bréf í Eimskip, VÍS og Sýn lækkuðu um rúmlega 1% í dag, en önnur félög lækkuðu minna.

Með lækkuninni í dag hafa bréf Icelandair lækkað um 20,3% síðan ársuppgjör síðasta árs var birt eftir lokun markaða á fimmtudaginn. Þar kom fram að fé­lagið hefði tapað 6,7 millj­örðum króna. Var ástæðan sögð „sam­keppni í milli­landa­flugi, lág og oft ósjálf­bær far­gjöld og mik[il] hækk­un eldsneyt­is­verðs. Jafn­framt höfðu breyt­ing­ar á sölu- og markaðsstarf­semi fé­lags­ins, sem og ójafn­vægi í leiðar­kerfi nei­kvæð áhrif á af­kom­una.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK