Airbus hættir með stærstu farþegaþotuna

Airbus ætlar að hætta framleiðslu A380, sem er stærsta farþegaþota …
Airbus ætlar að hætta framleiðslu A380, sem er stærsta farþegaþota í heimi. AFP

Air­bus-flug­véla­fram­leiðand­inn hef­ur til­kynnt að hætt verði fram­leiðslu á A380-farþegaþot­unni, sem er stærsta farþegaþota heims. Í yf­ir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að síðustu pant­an­ir á A380-vél­un­um verði af­hent­ar árið 2021.

BBC seg­ir ákvörðun­ina hafa verið tekna eft­ir að Emira­tes-flug­fé­lagið, sem hef­ur verið stærsti kaup­and­inn að vél­un­um, ákvað að minnka pönt­un sína úr 162 slík­um farþegaþotum í 123 vél­ar. A380-farþegaþotan er dýr í fram­leiðslu og  hef­ur átt erfitt með að keppa við minni og hag­kvæm­ari farþegaþotur.

„Af­leiðing þess­ar­ar ákvörðunar er sú að við erum ekki leng­ur með um­tals­verðan fjölda óaf­greiddra pant­ana og þar með höf­um við ekki leng­ur grund­völl fyr­ir að viðhalda fram­leiðslunni þrátt fyr­ir til­raun­ir okk­ar und­an­far­in ár til að kynna öðrum flug­fé­lög­um vél­ina,“ seg­ir Tom End­ers for­stjóri Air­bus. Síðasta A380-farþegaþotan verði því af­hent árið 2021.

„Farþegar um heim all­an njóta þess að fljúga í þess­ari frá­bæru þotu, ákvörðunin sem við tök­um í dag er okk­ur því sárs­auka­full.“

BBC seg­ir enn ekki ljóst hvaða áhrif þetta muni hafa á þann fjölda starfs­manna sem kem­ur að gerð þot­unn­ar, en Air­bus kveðst von­ast til að auk­inn fjöldi pant­ana á A320-farþegaþot­unni muni vega upp á móti þessu að hluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK