Skuldir ríkja innan OECD sem hlutfall af landsframleiðslu verða 72,6% á árinu 2019 að því er fram kemur í nýju riti OECD um horfur ríkisskulda meðal ríkja OECD. Í ritinu kemur m.a. fram að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu hafi aukist úr 49,5% árið 2007 í 72,6% árið 2018. Áætlanir OECD gera ráð fyrir að hlutfallið haldist óbreytt árið 2019 vegna aukins hagvaxtar, þrátt fyrir áframhaldandi skuldasöfnun OECD-ríkjanna.
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir það í sjálfu sér mjög jákvætt að hlutfall skulda af landsframleiðslu sé ekki að aukast á milli ára. „Þetta hófst eftir efnahagshrunið þar sem ríki heimsins þurftu að legggja út í ýmsan kostnað vegna fjármálakreppunnar og reyndu jafnframt að örva hagkerfi sín með auknum ríkisútgjöldum. Þetta var að miklu leyti fjármagnað með peningaprentun, s.k. magnbundinni íhlutun, þar sem seðlabankar á t.d. Bretlandi, Bandaríkjunum og Evrusvæðinu keyptu skuldabréf ríkisins og fjármögnuðu þannig halla á ríkissjóði,“ segir Ásgeir.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.