Óskar eftir greiðslufresti

Fram kemur að ekki sé gott að segja um hversu …
Fram kemur að ekki sé gott að segja um hversu háar upphæðir sé að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur WOW air hafa farið fram á frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista.

Túristi vitnar í bréf sem flugfélagið sendi til viðkomandi flugvalla. Þar komi fram að félagið óski eftir vilyrði fyrir því að notendagjöld flugfélagsins verði greidd í næsta mánuði í stað þess að þau verði greidd í lok febrúar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Fresturinn sem skuldabréfaeigendur WOW air veittu Indigo Partners og Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, til að ná saman um kaup bandaríska flugfélagsins á stórum hlut í því íslenska rennur út í lok febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK