Hlutabréf Air France-KLM hafa lækkað mjög í verði í kauphöllinni í París í morgun en í gær tilkynnti hollenska ríkið að það væri að kaupa hlut í flugfélaginu. Hlutabréf flugfélagsins lækkuðu um 10% á aðeins 12 mínútum í morgun.
Hollensk yfirvöld tilkynntu, öllum að óvörum, að þau væru að kaupa 12,68% hlut í flugfélaginu í gærkvöldi. Með þessu væri verið að jafna hlut Hollands en franska ríkið á sama hlut í flugfélaginu.