Meiri tekjur en minni hagnaður

Stjórn Sýnar leggur til að ekki verði greiddur út arður …
Stjórn Sýnar leggur til að ekki verði greiddur út arður vegna rekstrarársins 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heildartekjur Sýnar hf. jukust um 54% á milli ára og námu á síðasta ári 21,9 milljörðum króna. Árshagnaður nam 473 milljónum króna, sem er 56% lækkun frá árinu 2017.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. sem hefur birt afkomu félagsins á síðasta ári og síðasta ársfjórðungi. Sýn keypti í desember 2017 tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og 2018 var fyrsta árið þar sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári.

Stjórn Sýnar leggur til að ekki verði greiddur út arður vegna rekstrarársins 2018.

Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, sem hættir sem forstjóri í júní, að samspil nokkurra þátta leiði til lakari reksturs en vonir hafi staðið til.

Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil. Þetta samspil skapaði brottfall, aukinn sölukostnað og lækkun meðaltekna á viðskiptavini á fjórða fjórðungi,“ er haft eftir Stefáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK