Skattamál Sigur Rósar hjá ákærusviði saksóknara

Frá tónleikum Sigur Rósar.
Frá tónleikum Sigur Rósar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skattamál liðsmanna Sigur Rósar er komið til ákærusviðs hjá embætti héraðssaksóknara og rannsókn málsins lokið. Ekki er ljóst hvort, eða hvenær, ákæra verður gefin út í málinu.

Greint er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins.

Fram kom í fréttum í mars á síðasta ári að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrr­sett eign­ir liðsmanna Sig­ur Rós­ar, að kröfu toll­stjóra. Kyrrsetningin varðaði eignir upp á 800 milljónir króna.

Georg Holm, bassa­leik­ari Sig­ur Rós­ar, greindi frá því sama dag að allt væri uppi á borðum hjá hljómsveitinni.

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kyrrsetninguna í ágúst. Þar kom fram að meint skatta­brot þre­menn­ing­anna hafi verið í rann­sókn frá því í janú­ar 2016 og nær til tekju­ár­anna 2010-2014.

Enn fremur kom þar fram að skatta­yf­ir­völd telji meint brot mjög al­var­leg sem falli und­ir 262. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga, en brot á þeirri grein varða allt að sex ára fang­elsi, eða fé­sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK