1,8 milljarða hagnaður Kviku

Hagnaður Kviku jókst um 10% á milli ára.
Hagnaður Kviku jókst um 10% á milli ára. Árni Sæberg

Hagnaður Kviku nam um 1,8 millj­örðum króna á ár­inu 2018 eft­ir skatt sam­an­borið við um 1,6 millj­arða hagnað á ár­inu 2017 og hækkaði um 10%. Arðsemi eig­in fjár var 15,7%. 

Heild­ar­eign­ir í árs­lok 2018 námu 88,3 millj­örðum króna sam­an­borið við 75,6 millj­arða árið áður, eigið fé var 13 millj­arðar og eig­in­fjár­hlut­fallið 25,1%. Heild­ar­eign­ir í stýr­ingu í árs­lok 2018 námu 291 millj­arði króna.

Hrein­ar rekstr­ar­tekj­ur bank­ans námu 5,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 5 millj­arða í fyrra en mest var aukn­ing­in í hrein­um þókn­ana­tekj­um, sem námu 3,7 millj­örðum króna og juk­ust um 32%.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar sagði Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, að af­koma árs­ins væri í sam­ræmi við áætlan­ir og árið hefði verið gott.

„Árið 2018 var gott ár og við erum ánægð með af­komu árs­ins sem er í sam­ræmi við þær áætlan­ir sem við gerðum, þrátt fyr­ir erfiðar aðstæður á mörkuðum. Bank­inn gekk frá kaup­samn­ingi á Gamma Capital Mana­gement á ár­inu 2018 og hef­ur Fjár­mála­eft­ir­litið gefið samþykki sitt fyr­ir kaup­un­um en beðið er samþykk­is Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Af­koma bank­ans var góð, fjár­mögn­un bank­ans styrkt­ist og vel gekk að halda rekstr­ar­kostnaði á áætl­un. Upp­bygg­ing bank­ans hef­ur gengið í sam­ræmi við áætlan­ir, vaxta­tekj­ur hafa styrkst og veru­leg aukn­ing er í þókn­ana­tekj­um. Af­koma eign­a­stýr­ing­ar meira en tvö­faldaðist á milli ára, ekki síst vegna vel heppnaðra samruna við Virðingu og Öldu sjóði. Árið 2018 var fyrsta heila starfs­árið eft­ir kaup­in og munu þau hafa já­kvæð áhrif á rekst­ur bank­ans til framtíðar.

Sam­ein­ing­ar og kaup und­an­far­in miss­eri hafa skilað sér í sterk­ari og stöðugri rekstr­ar­tekj­um. Horf­ur í rekstri bank­ans eru ágæt­ar og þá fel­ast mik­il tæki­færi í fyr­ir­huguðum kaup­um á Gamma Capital Mana­gement.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK