Tilboð í Cabo Verde Airlines samþykkt

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilboð Loftleiða Cabo Verde í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar frá Icelandic Group hf.

Enn fremur segir að undirskrift kaupsamnings sé áætluð á morgun en Icelandair Group telji að miklir möguleikar séu fyrir hendi til að byggja félagið upp sem öflugt tengiflugfélag með Grænhöfðaeyjar sem tengimiðstöð á milli heimsálfa. Reynsla og þekking sem orðið hafi til í sams konar rekstri Icelandair muni nýtast Cabo Verde Airlines.

Loftleiðir Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair Group, er eigandi að 70% hlut í Loftleiðum Cabo Verde en aðrir hluthafar eiga 30%.

Fram kemur að kaupin hafi óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group. Eignarhluturinn verði færður á meðal hlutdeildarfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK