Vildi Icelandair aftur að borðinu

Skúli Mogensen forstjóri WOW air leitaði til forstjóra Icelandair Group …
Skúli Mogensen forstjóri WOW air leitaði til forstjóra Icelandair Group í því skyni að kanna flöt á aðkomu síðarnefnda félagsins að WOW air, vegna þungs róðurs í viðræðum WOW air og Indigo Partners. mbl.is/Eggert

Þungur róður í viðræðum Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við fjárfestingarfélagið Indigo Partners olli því að hann leitaði til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, í því skyni að kanna flöt á aðkomu síðarnefnda félagsins að WOW air.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Ekkert varð af viðræðum í þá veru en Icelandair féll frá kaupum á félaginu í lok nóvember síðastliðins eftir að viðræður og vinna við áreiðanleikakönnun á starfsemi WOW air hafði staðið yfir um nokkurra vikna skeið.

Þótt ekki hafi orðið af formlegum viðræðum milli aðila var stjórnvöldum gert viðvart um þessar þreifingar. Stjórnvöld hafa fylgst náið með þróun mála síðustu sólarhringa en á miðnætti í gær leið fresturinn sem skuldabréfaeigendur WOW air höfðu veitt félaginu til að ná samningum við Indigo Partners.

Um fimm klukkustundum áður en fresturinn leið náðist samkomulag um að framlengja viðræður Indigo Partners og WOW air út 29. mars næstkomandi, eins og WOW air greindi frá í fréttatilkynningu í gærkvöldi.

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK