Farþegar WOW 34% færri en í febrúar 2018

Flugvélar WOW air í fjarstæðum á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni.
Flugvélar WOW air í fjarstæðum á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

WOW air flutti 139 þúsund farþega til og frá Íslandi í febrúar og eru það um 34% færri farþegar en í febrúar árið áður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þá var sætanýting WOW air 84%, en hún var 88% í sama mánuði á síðasta ári. Sætaframboð minnkaði einnig milli ára, eða um 28%.

Hlutfall tengifarþega var 39% í febrúar en var 40% fyrir ári.

„Miðað við aðstæður er ég mjög sáttur hvernig okkur hefur tekist til í febrúar og ánægjulegt að sjá þann mikla stuðning sem við höfum verið að fá frá farþegum okkar. Við erum að sjá bætingu víða í rekstrinum,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air í tilkynningunni.

Í sumar verður WOW air með flug til sex áfangastaða í Norður-Ameríku; Boston, Washington DC, New York, Detroit, Toronto og Montréal. Þá hefst aftur áætlunarflug til Mílanó, Barcelona og Lyon í maí og til Stokkhólms og Tel Aviv í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK