Guðrún endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins.
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins. Kristinn Magnússon

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, markaðastjóri Kjöríss, var á aðal­fundi Sam­taka iðnaðar­ins nú í morg­un end­ur­kjör­in formaður þeirra. Guðrún var fyrst kjör­in formaður sam­tak­anna árið 2014. Í kjör­inu að þessu sinni hlaut hún 95,9% greiddra at­kvæða.

Þá voru kjör­in í stjórn sam­tak­anna til tveggja ára þau Ágúst Þór Pét­urs­son húsa­smíðameist­ari, Guðrún Halla Finns­dótt­ir, verk­efna­stjóri viðskiptaþró­un­ar Norðuráls, Magnús Hilm­ar Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Launafls í Fjarðabyggð, og Sig­urður R. Ragn­ars­son, for­stjóri ÍAV.

Tals­verð end­ur­nýj­un

Ágúst Þór, Guðrún Halla og Magnús Hilm­ar koma ný inn í stjórn­ina að þessu sinni. Úr stjórn­inni hverfa Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýs­is, Lár­us Andri Jóns­son frá Rafþjón­ust­unni og Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls.

Í stjórn­inni sitja einnig áfram þau Árni Sig­ur­jóns­son frá Mar­el, Birg­ir Örn Birg­is­son frá Pizza-Pizza, Eg­ill Jóns­son frá Öss­uri hf., María Birg­is­dótt­ir frá Al­vo­gen Ice­land og Val­gerður Hrund Skúla­dótt­ir frá Sensa. Þau voru kjör­in til stjórn­ar­starfa til tveggja ára á aðal­fundi í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK