Guðrún endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins.
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins. Kristinn Magnússon

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðastjóri Kjöríss, var á aðalfundi Samtaka iðnaðarins nú í morgun endurkjörin formaður þeirra. Guðrún var fyrst kjörin formaður samtakanna árið 2014. Í kjörinu að þessu sinni hlaut hún 95,9% greiddra atkvæða.

Þá voru kjörin í stjórn samtakanna til tveggja ára þau Ágúst Þór Pétursson húsasmíðameistari, Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls í Fjarðabyggð, og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.

Talsverð endurnýjun

Ágúst Þór, Guðrún Halla og Magnús Hilmar koma ný inn í stjórnina að þessu sinni. Úr stjórninni hverfa Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Lárus Andri Jónsson frá Rafþjónustunni og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.

Í stjórninni sitja einnig áfram þau Árni Sigurjónsson frá Marel, Birgir Örn Birgisson frá Pizza-Pizza, Egill Jónsson frá Össuri hf., María Birgisdóttir frá Alvogen Iceland og Valgerður Hrund Skúladóttir frá Sensa. Þau voru kjörin til stjórnarstarfa til tveggja ára á aðalfundi í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK