Huawei stefnir bandarískum yfirvöldum

AFP

Kínverska tæknifyrirtækið Huawei stefndi í dag bandarískum yfirvöldum vegna lagasetningar þar í landi sem banna alríkisstofnunum að eiga viðskipti við Huawei.

Í tilkynningu frá Huawei kemur fram að málið hafi verið höfðað fyrir héraðsdómi í Plano, Texas, en bandarísk yfirvöld bönnuðu fyrr á árinu ríkisstofnunum að kaupa búnað, þjónustu eða vinnu af Huawei. Jafnframt er bannað að eiga viðskipti við þriðja aðila sem er viðskiptavinur Huawei.

Þykir þetta merki um að Huawei er reiðubúið til þess að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að bandarískum yfirvöldum takist að halda fyrirtækinu frá 5G-markaðnum, háhraðaneti framtíðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK