Stór gjalddagi nálgast

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Rax / Ragnar Axelsson

Þann 24. mars næst­kom­andi þarf WOW air að greiða ríf­lega 150 millj­ón­ir króna í vexti af skulda­bréf­um þeim sem fé­lagið gaf út á síðari hluta síðasta árs. Það er skulda­bréfa­flokk­ur upp á 50 millj­ón­ir evra. Flokk­ur­inn ber 9% vexti og er fé­lag­inu uppálagt að greiða þá á fjór­um gjald­dög­um á ári.

Þegar til­kynnt var að ekki hefðu náðst samn­ing­ar milli WOW air og Indigo Partners um aðkomu síðar­nefnda fé­lags­ins að hinu fyrr­nefnda, var ljóst að sam­komu­lag sem náðst hafði við skulda­bréfa­eig­end­urna um skil­mála­breyt­ing­ar á bréf­un­um væri fallið úr gildi. Þær breyt­ing­ar fólu m.a. í sér að eig­end­ur bréf­anna féllu frá for­kaups­rétti að bréf­um í fé­lag­inu og einnig að lengt yrði í bréf­un­um.

Enn ekk­ert heyrt frá WOW

Til­kynnt var að ekki hefði náðst sam­komu­lag milli WOW air og Indigo Partners inn­an til­skil­ins frests þann 28. fe­brú­ar síðastliðinn. Þá í kjöl­farið var til­kynnt að til­laga að nýju sam­komu­lagi við skulda­bréfa­eig­end­urna yrði lagt fyr­ir þá. Enn hef­ur það ekki verið gert og heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að í hópi eig­end­anna sé óánægja með að þeir séu í al­gjöru myrkri um hvað WOW air hygg­ist fyr­ir á kom­andi dög­um.

Sjá frétt­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK