Svafa Grönfeldt ný inn í stjórn Icelandair Group

Svafa Grönfeldt.
Svafa Grönfeldt.

Ný stjórn Icelandair Group var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var nú síðdegis. Í stjórn voru kjörin þau Guðmundur Hafsteinsson, Heiðrún Jónsdóttir, Ómar Benediktsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. Svafa kemur ný inn í stjórnina en aðrir stjórnarmenn hlutu endurnýjað umboð til stjórnarsetunnar.

Sjö einstaklingar buðu sig fram í sætin fimm en þær Guðný Hansdóttir og Þórunn Reynisdóttir náðu ekki kjöri.

Kom einnig inn í stjórn Origo

Fyrr í þessari viku var Svafa Grönfeldt kjörin í stjórn Origo. Hún situr í stjórn MIT DesignX sem er nýjasti viðskiptahraðall MIT háskólans í Boston. Þá starfar hún einnig við nýsköpunarsetur skólans. Svafa starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Alvogen og þar áður sem rektor Háskólans í Reykjavík og aðstoðarforstjóri Actavis. Svafa er með doktorspróf frá LSE í London í vinnumarkaðsfræðum.

Svafa situr í stjórn stoðtækjafyrirtækisins Össurar en bréf fyrirtækisins voru skráð í Kauphöll Íslands allt þar til þau voru afskráð í desember 2017. Þau eru þó áfram til viðskipta í kauphöll Nasdaq Copenhagen.

Úlfar verður áfram stjórnarformaður

Nýkjörin stjórn skipti með sér verkum strax að loknum fundinum. Þar var Úlfar Steindórsson valinn formaður stjórnar og Ómar Benediktsson varaformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK