Viðskiptavinur sem á flug nú í vikunni með vél Icelandair af gerðinni Boeing MAX 8 óskaði eftir því að fá miðanum breytt yfir á flug þar sem notast væri við vélar af annarri gerð. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.
Félagið gat ekki orðið við þeirri beiðni en féllst á að endurgreiða miðann þótt um hafi verið að ræða óendurgreiðanlegt fargjald á svokölluðu „economy light“-fargjaldi.
Í gær greindi fréttaveitan Bloomberg frá því að viðskiptavinur Southwest Airlines hefði óskað eftir því að fá ferð sinni breytt með félaginu svo hann gæti komist hjá því að ferðast með Boeing 737 MAX-vél.
Félagið brást við og án þess að til kostnaðar kæmi fyrir viðskiptavininn. „Manneskjan sem ég er að ferðast með hafði samband fimm mínútum síðar í sömu erindagjörðum og þeir gátu ekki orðið við beiðni um breytingar,“ sagði viðkomandi viðskiptavinur Southwest Airlines.