Iðnþing var haldið á fimmtudaginn í síðustu viku á 25 ára afmæli Samtaka iðnaðarins en hér að neðan má sjá fjölmargar myndir sem Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins tók.
Viðburðurinn fór fram í Hörpu en sérstakur heiðurgestur Iðnþingsins var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Yfirskrift þingsins var íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð.
Aðrir sem tóku til máls voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur samtakanna.