Bilaði í fyrsta fluginu í langan tíma

Ein af Boeing Max 8-vélum Icelandair sem hefur verið kyrrsett.
Ein af Boeing Max 8-vélum Icelandair sem hefur verið kyrrsett. mbl.is/Árni Sæberg

Flugi vélar Icelandair frá Ósló til Keflavíkur, sem átti að lenda síðdegis, var aflýst vegna bilunar í eldsneytisventli. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er nýr ventill á leið til Óslóar.

Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist vonast til þess að vélin verði komin í lag í nótt og áætluð brottför er klukkan fimm í fyrramálið.

Hún hafnar því að um sé að ræða vél sem kom í stað Boeing 737 MAX 8-vél­ar fyr­ir­tæk­is­ins en þær vélar voru kyrrsettar í gær eftir að bresk yf­ir­völd bönnuðu allt flug þotna af gerðinni 737 MAX 8 í loft­helgi sinni.

Vélin sem var aftur tekin í notkun hafði verið í langtímaskoðun í fimm mánuði áður en hún flaug til Noregs í morgun, þar sem hún bíður nú eftir nýjum ventli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK